Arnari Daða sagt upp hjá Stjörnunni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arnar Daði Arnarsson (Sævar Jónasson)

Arnari Daða Arnarssyni var í morgun sagt upp sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Stjörnunni . Undirritaður hafði heyrt af tíðindunum fyrr í dag og Arnar Daði staðfesti fréttirnar í kjölfarið.

Ekki hefur náðst í Sigurjón Hafþórsson formann handknattleiksdeildar Stjörnunnar og Vilhjálm Halldórsson rekstrarstjóra handknattleiksdeildar Stjörnunnar við vinnslu fréttarinnar.

Arnar Daði var ráðinn sem aðstoðarþjálfari Hrannar Guðmundssonar fyrir síðasta tímabil og var á sínu öðru ári hjá félaginu. Í byrjun nóvember var Arnar Daði ráðinn inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni ásamt Hönnu G. Stefánsdóttur. Kvennalið Stjörnunnar vann sinn fyrsta leik á tímabilinu um helgina er liðið vann Fram í Olís-deild kvenna.

Arnar Daði vildi ekki tjá sig um framtíð sína hjá félaginu á þessari stundu. Sagðist ætla halda hátíðleg jól í faðmi fjölskyldunnar en viðurkenndi að uppsögnin hafi komið sér í opna skjöldu í morgun.

Gengi karlaliðs Stjörnunnar hefur ekki verið gott upp á síðkastið og ákvað stjórnin því að fara þessa leið en framundan er mánaðar frí í deildinni vegna þáttöku íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handbolta.

Rétt rúm vika er síðan Stjarnan sagði upp samningi sínum við ungverska leikmanninn, Réa Barnabás og í morgun tilkynntum við að Ólafur Brim Stefánsson væri á leið frá Stjörnunni til Ítalíu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 133
Scroll to Top