Andrea Jacobsen - wísland (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)
Keppni í þýsku úrvalsdeildinni í kvennaflokki hefst á morgun eftir heimsmeistaramótið sem fram fór í Þýskalandi og Hollandi þar sem þýska landsliðið beið lægri hlut gegn Noregi í úrslitaleik mótsins. Andrea Jacobsen varð fyrir því óhappi að meiðast illa á ökkla á æfingu með félagsliði sínu, Blomberg-Lippe og gat því ekki leikið með íslenska landsliðinu á mótinu. Hún er þó öll að koma til og gerir ráð fyrir því að leika með Blomberg-Lippe á morgun þegar liðið mætir Oldenburg. Þetta staðfesti hún í samtali við Handbolti.is . ,,Ég á ekki von á öðru en að vera með í leiknum. Það hefur gengið vel hjá mér á síðustu æfingu þótt ég sé kannski ekki orðin alvega hundrað prósent góð,“ sagði Andrea við handbolta.is í dag. Með Blomberg-Lippe leika auk Andreu þær Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir en liðið er í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir sjö leiki.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.