Endijs og Hermann verðlaunaðir fyrir árið hjá Herði
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Enjis Kusners (Hörður)

Endijs Kušners var núna stuttu fyrir jól valinn handknattleiksmaður ársins hjá Herði á Ísafirði. Hann flutti til Íslands og vestur á firði fyrir 5 árum aðeins 16 ára gamall og hóf að æfa og spila með Herði. Er hann orðinn algjör lykilmaður liðsins og orðinn einn sá reynslumesti. Getur hann leikið í öllum leikstöðunum fyrir utan.

Á árinu lék hann svo með landsliði Lettlands sem sýnir vel á hvaða stað hann er kominn á sem leikmaður. Einnig þykir Endijs vera gríðarlega mikilvægur félagsmaður fyrir félagið og alltaf boðinn og búinn að hjálpa til með það sem þarf að gera í starfsemi félagsins.

Hinn 16 ára gamli markmaður Hermann Alexander Hákonarson var svo valinn efnilegasti leikmaður Harðar. Auk þess að spila með 3. flokki er hann líka í meistaraflokki og hefur verið að grípa vel þau tækifæri sem hann hefur verið að fá. Hermann var valinn í æfingahóp U16 landslið Íslands á árinu. Nokkuð ljóst að framtíðin er hans.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 18
Scroll to Top