Ísland ((Kristinn Steinn Traustason)
Á morgun, laugardaginn 3. janúar, verður haldin opin æfing hjá íslenska landsliðinu. Öllum krökkum er boðið að mæta og horfa á. Þetta kemur fram í nýrri færslu á vef sambandsins. Æfingin fer fram í Íþróttahúsinu í Safamýri og hefst æfingin klukkan 10:30 en húsið opnar 10:00. Að æfingu lokinni bjóða leikmenn landsliðsins upp á eiginhandaáritanir, auk þess sem EmmEssÍs mun bjóða upp á glaðning á meðan birgðir endast.
HSÍ hvetur alla handboltakrakka til að mæta og hitta strákana fyrir komandi stórmót.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.