Eva Björk fór á kostum í mikilvægum sigri Stjörnunnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hanna Guðrún Stefánsdóttir - wStjarnan (Sævar Jónasson)

Stjarnan og Selfoss mættust í fallbaráttuslag í Garðabænum en leiknum var að ljúka. Leikurinn var liður í 12.umferð Olís deildar kvenna.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Stjarnan komst þremur mörkum yfir inn í hálfleikinn og staðan í hálfleik var 16-13 fyrir Stjörnunni. Stjarnan gaf ekkert eftir í síðari hálfleiknum og landaði liðið gríðarlega mikilvægum sex marka sigri, 34-28. Stjarnan lyftir sér upp fyrir Selfoss með þessum sigri í dag og liðin gera sætaskipti.

Atkvæðamest í liði Stjörnunnar var Eva Björk Davíðsdóttir en hún skoraði 12 mörk. Natasja Hamer kom á eftir Evu með 6.mörk. Margrét Einarsdóttir var frábær í marki heimastúlkna en hún varði 16.bolta.

Atkvæðamest í liði Selfossar var Mia Kristin Syverud með átta mörk. Hulda Dís Þrastardóttir fylgdi henni á eftir með sex mörk skoruð.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 29
Scroll to Top