Gunnar Valur Arason (Sævar Jónasson)
Í kvöld mættust Fjölnir og Afturelding í Grill 66 deild kvenna og var leikið í Egilshöll.
Fjölnis stúlkur byrjuðu gríðarlega sterkt og komust í 4-0. Fljótlega eftir það fóru þær í 8-2. Í hálfleik var svo staðan 13-7 fyrir Fjölni. Aftureldingar stelpur engan veginn að ná sér á strik.
Í seinni hálfleik náðu Fjölnir að komast í 17-9 eftir rúmar 8 mínútur í seinni hálfleiknum. Þegar korter var eftir var staðan orðin 23-13. Lokatölur leiksins urðu síðan 31-23.
Hjá Fjölni var Signý Pála með 11 varin skot. Berglind Benediktsdóttir var markahæst með 8 mörk.
Hjá Aftureldingu var Áslaug Ýr Bragadóttir með 9 varin skot. Markamaskínan Katrín Helga Davíðsdóttir setti 10 mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.