Svíar unnið Evrópumótið oftast
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Jim Gottfridsson Elvar Örn Jónsson ((JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Evrópumótið í handbolta árið 2026 verður haldið í Svíþjóð, Noregi og Danmörku og hefst mótið 15.janúar. RT Handball birti skemmtilegan póst á samfélagsmiðlum yfir lið sem hafa oftast unnið mótið.

Svíþjóð eru þar á toppnum en liðið hefur unnið fimm sinnum. Frakkland hafa unnið mótið fjórum sinnum, Þýskaland, Danmörk og Spánverjar tvisvar og Rússland er með einn titil.

Evrópumótið hefst eins og áður hefur komið fram fimmtudaginn 15.janúar og Handkastið verður með puttana á öllu sem gerist í kringum mótið og á mótinu sjálfu.

Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður gegn Ítalíu á föstudaginn klukkan 17:00. Liðið mætir síðan Póllandi og loks Ungverjalandi. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil mótsins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 14
Scroll to Top