Sara Dröfn spilar ekki meira í vetur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sara Dröfn Ríkharðsdóttir (Sigurður Ástgeirsson)

Hægri hornamaður botnliðs Selfoss í Olís-deild kvenna Sara Dröfn Ríkharðsdóttir hefur spilað sinn síðasta leik með liðinu á þessu tímabili. Hún var ekki í leikmannahópi Selfoss í tapi liðsins gegn Stjörnunni í 12.umferð deildarinnar á laugardaginn um síðustu helgi. Um var að ræða fyrsta leikinn á nýju ári.

Þetta staðfesti Eyþór Lárusson þjálfari Selfoss í samtali við Handkastið en Sara Dröfn sleit liðband á ökkla og fór í aðgerð fyrir jól. Hún verður frá keppni næstu mánuði.

Sara Dröfn lék átta leiki með Selfossi í Olís-deildinni í vetur og skoraði 15 mörk en hún er uppalin í Vestmannaeyjum en hún er á sínu öðru ári á Selfossi.

Selfoss er í harðri botnbaráttu við Stjörnunni í Olís-deild kvenna.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top