Rakel Sara leikur ekki meira með KA/Þór á tímabilinu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Rakel Sara Elvarsdóttir (Sigurður Ástgeirsson)

Rakel Sara Elvarsdóttir hægri hornamaður KA/Þórs í Olís-deild kvenna leikur ekkert meira með liðinu á tímabilinu. Þetta staðfesti Jónatan Magnússon þjálfari liðsins í samtali við Handkastið. 

KA/Þór eru nýliðar í Olís-deild kvenna en hafa komið mörgum á óvart með stigasöfnun sinni á tímabilinu. Rakel hefur orðið fyrir því óláni að slíta krossband í annað sinn á stuttum tíma en hún náði einungis að leika fimm leiki með liðinu á tímabilinu.

Rakel Sara sleit krossband fyrst á æfingu með liði KA/Þórs í desember árið 2023 en hún lék níu leiki með liðinu það tímabil. Hún lék hinsvegar ekkert með liðinu á síðustu leiktíð en sneri til baka á völlinn á þessu tímabili.

Um er að ræða slæm tíðindi bæði fyrir KA/Þór en þá allra helst leikmanninn sjálfan sem hafði verið í langri endurhæfingu eftir fyrra krossbandaslit. Rakel Sara á að baki níu A-landsleiki með íslenska landsliðinu en hún var valin efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar tímabilið 2020/2021 þegar KA/Þór varð Íslands- deildar og bikarmeistari. Tímabilið eftir var ekki síðra hjá Rakel Söru áður en hún hélt til Noregs og lék eitt tímabil með Volda.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top