Györ ósnertanlegar í toppslagnum – Sola skrifar sögu og Popovic mætir af krafti
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Camilla Herrem (Instagram / Handballfoto)

Meistaradeildin fór aftur af stað um helgina og það var lítið um aðlögunartíma – dramatíkin mætti strax með húð og hári. Györ hélt áfram sigurgöngu sinni og kláraðu toppslaginn gegn Metz eftir hörkubaráttu, Buducnost náði loksins sínum fyrsta sigri og FTC stal sigrinum á lokasekúndum.
Á sunnudeginum tók útivallavaldið svo alla athyglina: Esbjerg rúllaði yfir Dortmund, Brest snéri slæmri stöðu sér í vil og CSM undir stjórn Bojanu Popovic sendi Odense niður á jörðina. En gleðipakkinn kom frá Noregi – Sola HK tryggði sér sögulegt fyrsta stig sitt í Meistaradeildinni með hörkuframmistöðu í Slóveníu.

Úrslit helgarinnar

A-riðill

Metz - Györ 24-27 (14-14)
Markahæstar: Sarah Bouktit 6/9 (Metz), Bo van Wetering 5/7 & Dione Housheer 5/11 (Györ)
Toppslagurinn í Frakklandi stóð fyllilega undir væntingum. Bo van Wetering byrjaði leikinn á ótrúlegum hraða og skoraði fjögur mörk á fyrstu átta mínútunum, en Metz lét það ekki slá sig út af laginu.
Györ náði 13:8 forystu eftir góða kafla, en Metz svaraði strax með 5:0 kafla þar sem Johanna Bundsen lokaði markinu. Fyrri hálfleikurinn endaði jafn, 14:14, og leikurinn var í járnum fram yfir miðjan seinni hálfleik.
Þegar á hólminn var komið tók reynsla Györ yfir. Hatadou Sako steig upp á ögurstundum og varði mikilvæga bolta í lokakaflanum, sem lagði grunninn að 4:0 spretti gestanna. Metz barðist, átti sín góðu augnablik, en Györ sýndi hversu sterkt liðið er þegar kemur að því að loka leikjum.

Gloria Bistrita - Buducnost 34-38 (18-18)
Markahæstar: Danila So Delgado 11/13 (Bistrita), Jelena Radivojevic 8/13 (Buducnost)
Það small loksins hjá Buducnost — fyrsta sigur tímabilsins kom í leik sem var jafnari en lokatölurnar gefa til kynna.
Bistrita byrjaði af krafti, en Buducnost hélt sér inni í leiknum og tókst að ná yfirhöndinni í síðari hálfleik. Þar voru sérstaklega sterkir kaflar frá Jelenu Radivojevic, Ivönu Godec og Nödu Kadovic, ásamt góðum vörslum frá Armelle Attingre.
Bistrita reyndi að koma sér aftur inn í leikinn, og þótt þær hafi áður náð glæsilegri endurkomu gegn sömu andstæðingum þá dugði það ekki að þessu sinni. Buducnost var sterkari á lokakaflanum og vann sanngjarnan sigur sem kemur þeim í nýtt líf í riðlinum.

DVSC Schaeffler - Storhamar 26-24 (10-13)
Markahæstar: Konszuela Hamori 6/7 (DVSC), Mathilde Rivas-Toft 5/7 & Veronika Malá 5/5 (Storhamar)
Storhamar byrjaði leikinn af miklum krafti og náði 6:2 forystu áður en DVSC fann taktinn. Norska liðið hélt góðu flæði í fyrri hálfleik og Eli Marie Raasok í markinu átti stóran þátt í því að staðan var 13:10 í hálfleik.
Í seinni hálfleik breyttist leikurinn. DVSC þétti varnarleikinn og Adrianna Placzek steig fram með mikilvægar markvörslur — 39% vörslu á þessum kafla. DVSC tók yfir leikinn um miðjan síðari hálfleik og fór í 19:18 forystu sem þær létu ekki af hendi.
Storhamar hélt áfram að pressa en DVSC hélt út síðustu mínúturnar. Sterkur karakter sigur hjá DVSC.

Dortmund - Esbjerg 24-31 (10-14)
Markahæstar: Alina Grijseels 5/6, Déborah Lassource 5/10 (BVB), Michala Møller 5/10 (Esbjerg)
Esbjerg mætti til Þýskalands án Henny Reistad, en breidd liðsins skilaði sér ótrúlega vel. Katharina Filter var með 52% markvörslu í fyrri hálfleik og Esbjerg náði fimm marka forskoti sem þær héldu út hálfleikinn.
Í síðari hálfleik kom Anna Kristensen inn í mark Esbjerg og hélt uppi frammistöðunni með 52% vörslu líkt og Katharina Filter. Dortmund missti Déborah Lassource af velli með rautt spjald og það hjálpaði ekki málum.
Esbjerg sýndi mikla liðsheild — 12 af 13 útileikmönnum komust á blað — og réðu ferðinni frá byrjun til enda. Sterk útivalla ­frammistaða og fimmti sigur liðsins.

B-riðill

Ikast - FTC 27-28 (14-15)
Markahæstar: Petra Simon 7/8 (FTC), Julie Scaglione 5/8 & Emilie Arntzen 5/9 (Ikast)
Einn jafnasti leikur helgarinnar. FTC byrjaði með 3:0 en Ikast svaraði og eftir það var þetta stanslaus barátta um hvert einasta mark.
Seinni hálfleikur hafði sömu sögu — hvorugt liðið náði að slíta sig frá og mikið af varnarvinnu og skiptingum gerði leikinn taktískan og spennandi. FTC missti Mette Tranborg útaf með rautt spjald, en leikmyndin breyttist lítið.
Þegar kom að lokakaflanum var það ungverska liðið sem var sterkara. Petra Simon skoraði sigurmarkið úr vítakasti þegar tíu sekúndur voru eftir og tryggði Ungverska liðinu dramatískan útisigur.

Krim - Sola 22-22 (9-10)
Markahæstar: Grace Zaadi 6/9 (Krim), Camilla Herrem 6/8 (Sola HK)
Sögulegt augnablik fyrir Sola HK. Norska liðið byrjaði með 5:0 kraftspretti og stjórnaði upphafinu. Krim náði smám saman áttum og vann sig inn í leikinn með hjálp frá Grace Zaadi, Tamöru Horacek og Maju Vojnovic í markinu.
Í síðari hálfleik snerist leikurinn í stöðuga baráttu. Liðin skiptust á forystu og Krim komst í fyrsta sinn yfir á 50. mínútu — en Sola svaraði strax og setti tóninn fyrir loka­sóknina.
Bæði lið fengu tækifæri til að vinna leikinn á síðustu mínútunum, en hvorugt nýtti þau og jafntefli varð niðurstaðan. Fyrsta stig Sola í Meistaradeildinni — stórt skref fyrir liðið.

Podravka - Brest 30-31 (16-13)
Markahæstar: Anna Vjakhireva 11/13 (Brest), Andrea Šimara 9/9 (Podravka)
Podravka lék glimrandi vel í fyrri hálfleik og skildi Brest eftir með aðeins einn bolta varinn í 30 mínútur. Andrea Šimara og Tina Barišić voru frábærar, og Matea Pletikosić stýrði sókninni af mikilli nákvæmni. En allt breyttist í síðari hálfleik. Brest voru mun ölflugri varnarlega og Podravka átti erfitt uppdráttar sókarlega. Þá steig Anna Vjakhireva fram og tók leikinn yfir — 11 mörk alls, þar af 8 í seinni hálfleik, og algjör lykilmaður í viðsnúningnum.
Podravka fékk færi til að jafna leikinn í lokin en Brest hélt út með góðum vörslum frá Camille Depuiset. Sigur sem mun nýtast Brest vel í baráttunni um toppsætið.

Odense - CSM Búkaresti 24-33 (9-15)
Markahæstar: Thale Rushfeldt Deila 9/14 (Odense), Elizabeth Omoregie 6/8 (CSM)
Odense byrjaði leikinn vel með 3:0 kafla, en allt breyttist skyndilega þegar CSM þétti vörnina og Gabriela Moreschi átti stórleik í markinu. Danska liðið skoraði ekki í fimm mínútur og CSM náði 5:0 lotu sem sneri leiknum við.
Í seinni hálfleik gekk Odense illa að ná flæði í sókninni; skotnýting fór ekki yfir 30%. Þrátt fyrir góða frammistöðu Thale Rushfeldt Deila, sem skoraði 9 mörk, réði CSM ferðinni — með tíu markaskorara og skýra leikáætlun.
Nýi þjálfarinn, Bojana Popovic, fékk draumabyrjun sem þjálfari CSM með sannfærandi níu marka sigri. Odense, sem aðeins hefur tapað tvisvar á tímabilinu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 20
Scroll to Top