Hildur Guðjóns með 9 mörk í sigri Víkings í Safamýri
{{brizy_dc_image_alt entityId=

wValur2 (Eyjólfur Garðarsson)

Í dag mættust Víkingur og Valur 2 í Grill 66 deild kvenna en leikið var í Safamýri.

Fyrstu 10 mínútur leiksins voru mjög jafnar og skiptust liðin á að hafa forskotið. Eftir korter voru Víkings stelpur komnar með 3 marka forskot og náðu að halda yfirhöndinni út fyrri hálfleikinn. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 16-15 fyrir Víkings stelpum.

Í seinni hálfleik voru fyrstu 10 mínúturnar mjög jafnar. Þegar 10 mínútur voru svo eftir af leiknum náðu Víkings stelpur 4 marka forskoti og voru með leikinn í hendi sér. Vals stelpur voru ekki líklegar til að ná að jafna leikinn og náði Víkingur mest 8 marka forskoti. Fór það svo að Víkingur unnu leikinn 34-28. Sanngjarn sigur í Safamýri hjá heimastúlkum.

Hjá Víking var Hildur Guðjóns markahæst með 9 mörk og Klaudia varði 11 skot.

Hjá Val 2 var Guðrún Hekla Traustadóttir með 10 mörk en markvarslan hjá Val 2 náði sér ekki á strik með aðeins 3 klukkaða bolta.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top