wAfturelding (Emma Elísa Jónsdóttir)
Í kvöld mættust Afturelding og Fram 2 í Grill 66 deild kvenna í Myntkaup höllinni í Mosfellsbæ.
Fyrir leik voru Aftureldingar stelpur búnar að tapa 5 leikjum í röð og voru neðstar í deildinni með 7 stig. Fram 2 sátu í 4. sæti með 10 stig.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn allan tímann en Afturelding hafði örlitla yfirhönd lengst af. Fóru þeir inn til búningsherbergja með 2 marka forystu 14-12.
Í seinni hálfleik náði Afturelding fljótlega 4 marka forystu og útlitið gott. En eftir 10 mín leik í seinni náði Fram að jafna og þegar korter var eftir náðu þær 2 marka forskoti. Miklar sveiflur. Á lokasprettinum voru þær einfaldlega mun betri. Mest náði Fram 2 fimm marka forskoti og Afturelding náði ekki að ógna þeim að neinu ráði. Lokatölur leiksins urðu 27-29 fyrir Fram 2.
Hjá Fram 2 var Sara Rún Gísladóttir markahæst með 12 mörk. Arna Sif Jónsdóttir varði 16 skot.
Hjá Aftureldingu var Katrín Helga Davíðsdóttir með 13 mörk. Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir varði 19 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.