Nú kveðjum við þessa Ungverjagrýlu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ungverjaland (Anne-Christine POUJOULAT / AFP)

Þá er komið að lokaleik Íslands í riðlinum í dag gegn Ungverjum en þá þarf vart að kynna fyrir lesendum Handkastsins.

Ísland og Ungverjaland hafa mæst í níu skipti og hafa Ungverjar vinningin ur þeim viðureignum með fjóra sigra gegn þrem hjá Íslandi en tvívegis hefur endað með jafntefli.

Ég ætla ekki að gera lesendum það að rifja upp eftirminnilegasta leikinn gegn Ungverjum en áhugasamir geta flett honum upp en hann fór fram í London árið 2012.

Íslenska liðið mætti því ungverska á Evrópumótinu fyrir tveim árum og tapaði illa þar 25-33. Liðin mættust einning á heimsmeistaramótinu árið 2023 þar sem Ungverjar unnu 28-30 eftir að Ísland lék á alls oddi í fyrri hálfleik og voru mest 8 mörkum yfir.

Ungverska liðið hefur yfir mörgum frábærum handboltamönnum yfir að ráða og ber þá helst að nefna línumannströllin Adrián Sipos or Bence Bánhidi. Töluvert af ungum leikmönnum er einnig að koma upp í liðinu líkt og Bence Imre, leikmann THW Kiel) Kristóf Palasics leikmann MT Melsungen og Zoran Ilić sem leikur með pólska liðinu Wisla Plock.

Spánverjinn Chema Rodriguez þjálfar liðið en hann tók við þeim árið 2022 og hefur náð fínum árangri með liðin á þeim tíma.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top