Bjarki Már Elísson (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
Handkastið hefur tekið saman lista sem sýnir hjá hvaða félagi strákarnir okkar í íslenska landsliðinu eru uppaldnar. Andri Már Rúnarsson er uppalinn í Þór á Akureyri en lék með unglingaliði Leipzig á meðan faðir hans Rúnar Sigtryggsson þjálfaði liðið. Það vekur athygli að Selfyssingar eiga flesta fulltrúa í liðinu en fimm leikmenn liðsins koma undan Ingólfsfjalli. Annars skiptist þetta nokkuð jafnt á milli félaganna á Íslandi en leikmennirnir 18 sem eru í íslenska hópnum koma frá ellefu félögum. Þá kemur Bjarki Már Elísson úr Fylki en Fylkir er ekki með spilandi meistaraflokk í dag. Hér að neðan má sjá lista hvaðan strákarnir okkar koma: Björgvin Páll Gústavsson - HK
Viktor Gísli Hallgrímsson - Fram
Andri Már Rúnarsson - Þór Akureyri
Arnar Freyr Arnarsson - Fram
Bjarki Már Elísson - Fylkir
Einar Þorsteinn Ólafsson - Valur
Elliði Snær Viðarsson - ÍBV
Elvar Örn Jónsson - Selfoss
Gísli Þorgeir Kristjánsson - FH
Haukur Þrastarsson - Selfoss
Janus Daði Smárason - Selfoss
Orri Freyr Þorkelsson - Haukar
Óðinn Þór Ríkharðsson - HK
Ómar Ingi Magnússon - Selfoss
Teitur Örn Einarsson - Selfoss
Þorsteinn Leó Gunnarsson - Afturelding
Viggó Kristjánsson - Grótta
Ýmir Örn Gíslason - Valur

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.