EM í dag: Allt eftir bókinni á fyrsta leikdegi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Lærisveinar Alfreðs unnu þriggja marka sigur á grönnum sínum frá Austurríki (

EM hófst í dag með fjórum leikjum en leikið var í riðlum A og C sem spilaðir eru í Osló og Herning.

Frakkar hófu titilvörn sína á stórsigri á Tékkum þar sem sigur Frakka var aldrei í hættu. Frakkarnir voru snemma komnir 7 mörkum yfir og juku bara í forskot sitt út leikinn. 42-28 sigur Frakklands.

Þá byrjuðu frændur okkar í Noregi mótið vel og unnu 39-22 sigur á Úkraínu í leik sem var aldrei spennandi.

Í A riðlinum mættust spænsku þjálfararnir Ribera og Raul Gonzalez. Serbarnir létu þá spænsku sannarlega þurfa að hafa fyrir sigrinum í leik þar sem Ian Tarrafeta fór á kostum og skoraði 6 mörk fyrir spænska liðið.

Þýskaland og Austurríki mættust svo í sannkölluðum grannaslag þar sem lærisveinar Alfreðs Gíslasonar reyndust seigari og unnu 30-27 sigur.

Úrslit dagsins:
Frakkland - Tékkland 42-28
Spánn - Serbía 29-27
Noregur - Úkraína 39-22
Þýskaland - Austurríki 30-27

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top