Þetta snýst um að negla tækifærið þegar það kemur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Haukur Þrastarson (Sævar Jónasson)

Mikið hefur verið rætt um hlutverk Hauk Þrastarsonar, vinstri skyttu Íslenska landsliðsins og Rhein-Neckar Löwen en hann hefur ekki verið að fá eins mikið hlutverk með landsliðinu og Íslenska þjóðin hefur verið að bíða eftir. Haukur segir að sjálfstraustið með Íslenska landsliðinu sé gott.

Sjálfstraustið er gott, góður fílingur og komin í nýtt lið og gengið vel. Ég er búin að vera meiðslalaus og er í fínu formi og er á góðum stað."

Haukur Þrastarson var spurður hvort honum finnist uppleggið sem Snorri Steinn setur upp henta leik Hauks en hann hefur fengið lítið að spila í undanförnum leikjum.

,,Þetta snýst um eins og ég hef sagt áður. Við erum með þéttan hóp, samkeppni um stöður eins og er bara vitað og fullt af gæðum þannig þetta er bara hörku samkeppni og snýst kannski líka um að negla hlutverkið þegar tækifærið kemur."

Ísland leikur gegn Póllandi á morgun og Haukur Þrastarson þekki vel til þeirra en hann lék áður með KS Iskra Kielce í Póllandi.

,,Ég þekki einhverja leikmenn, einhverjir sem eru ekki og hafa verið sem ég spilaði með en það eru fjórir eða fimm sem ég þekki vel og það verður bara gaman að hitta þá og takast á við þá á morgun."

Handkastið ræddi nánar við Hauk í spilaranum hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top