Gáfum allt í þetta og gripum tækifærið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Uros Borzas (Adrian Goldberg / AFP)

Serbía vann óvæntan sigur á Þjóðverjum í 2.umferð riðlakeppni Evrópumótsins í gær. Serbía vann þriggja marka sigur 30-27 eftir að Þjóðverjar hafi verið 17-13 yfir í hálfleik.

Serbar voru hinsvegar miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og afdrifarík mistök Alfreðs Gíslasonar undir lok leiks er hann tók leikhlé í þann mund sem Þjóðverjar voru að jafna leikinn í stöðunni 26-25 hafði einnig töluverð áhrif.

Sigur Serba vakti miklar tilfinningar meðal serbnesku leikmannanna í viðtölum eftir frækinn sigur.

,,Þetta er ótrúlegt. Við spiluðum sem lið, gáfum okkur 100 prósent í þetta og gripum tækifærið. Þetta er geðveikt," sagði vinstri skyttan Uroš Borzaš við TV 2 Sport eftir leikinn.

Dejan Milosavljev markvörður Füchse Berlin, var einnig hrifinn af frammistöðu liðsins. Dejan var með 11 varða bolta í leiknum, eða 30% markvörslu.

,,Þýskaland er í baráttunni um verðlaun á þessu móti og við spiluðum frábæran leik gegn þeim,“ sagði Milosavljev og bætti við að aginn í liðinu hafi meðal annars skilað þeim sigrinum.

Það ræðst allt í lokaumferð riðilsins á mánudaginn, þegar Þýskaland mætir Spáni og Serbía mætir Austurríki hvaða lið fara áfram upp úr riðlinum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top