Miðasala á leiki Íslands í milliriðlinum í fullum gangi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (Johan Nilsson /AFP)

Strákarnir okkar hafa tryggt sér sæti í milliriðil Evrópumótsins eftir sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni.

Miðasala á leiki Íslands í milliriðilnum sem fram fer í Malmö er í fullum gangi og nú þurfa íslenskir stuðningsmenn að hafa hraðar hendur. Mikill áhugi er meðal Íslendinga á að fjölmenna til Malmö, þar sem riðillinn fer fram, og eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.

Öll miðasala fer fram í gegnum mótshaldara eða á eftirfarandi hlekk:

,,Þessi hlekkur leiðir ykkur á það svæði í höllinni þar sem íslenskir stuðningsmenn munu sitja þegar landsliðið leikur sína fjóra leiki. Mikilvægt er að íslenskir stuðningsmenn sem ætla sér að mæta og styðja strákana tryggi sér miða strax, þar sem búast má við að miðarnir seljist hratt upp," segir í tilkynningu frá HSÍ sem send var í kvöld.

Fyrsti leikur Íslands í milliriðlinum fer fram á föstudagskvöldið. Leikur tvö í millriðli verður leikinn á sunnudegi og tveir síðustu leikirnir fara síðan fram á þriðjudag og miðvikudag í kjölfarið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top