
Nils Lichtlein (Sina Schuldt / dpa Picture-Alliance via AFP)
Líkamlegt atgervi mótherja Íslands er mikið rætt í aðdraganda leikja landsliðsins. Rt Handball hefur nú tekið saman hvaða hópar eru þeir hávöxnustu á mótinu og tróna Króatar þar í efsta sæti með meðalhæð upp á tæplega 195 cm. Ungverjar sem Ísland mætir í úrslitaleik um toppsætið í riðlinum í kvöld eru í þriðja sæti mótsins með meðalhæð upp á 193,4 cm. Tíu hæstu þjóðirnar í meðalhæð má sjá hér á myndinni fyrir neðan og erum við Íslendingar hvergi sjáanlegir á þeim lista.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.