
Sara Kristín Pedersen (Þorgils G.)
Í kvöld mættust Fjölnir og HK í Grill 66 deild kvenna í Egilshöll.
HK stelpur voru mun betri mest allan fyrri hálfleikinn. Mættu mjög ákveðnar til leiks og náðu góðu forskoti. Eftir að hafa leitt allan fyrri hálfleikinn að mestu sneru Fjölnis stúlkur blaðinu við síðustu mínúturnar í fyrri hálfleikinn og fóru inn til búningsherbergja með 12-11 forskot.
Í seinni hálfleik voru Fjölnir fljótar að ná 3 marka forskoti og allt leit vel út. En seinasta korterið réðu HK stelpur lögum og lofum og náðu að komast yfir á nýjan leik og náðu góðu forskoti. Sigurinn varð þeirra að lokum og urðu lokatölur 22-26.
Mikilvægur sigur hjá HK í toppbaráttunni um að komast beint upp í Olís deildina. En Fjölnis stelpur eiga hrós skilið fyrir góða baráttu og góða frammistöðu á köflum.
Hjá Fjölni var Signý Pála Pálsdóttir með 13 bolta varða. Berglind Benediktsdóttir var markahæst með 7 mörk.
Hjá HK var Danijela Sara með 11 bolta varða. 3 leikmenn skoruðu allar 5 mörk hjá HK.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.