wAfturelding (Emma Elísa Jónsdóttir)
Í kvöld mættust Afturelding og Víkingur í Grill 66 deild kvenna en leikið var í Myntkaup höllinni í Mosfellsbæ.
Í fyrri hálfleik var þónokkuð jafnræði með liðunum. Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Síðustu 5 mínúturnar í fyrri voru heimastúlkur sterkari og fóru inn í hálfleikinn með 12-11 forskot.
Eftir korter í seinni hálfleik voru Víkings stelpur komnar yfir í 15-17. Aftureldingar stelpur jöfnuðu fljótlega í 17-17 og voru svo klókari og sterkari síðustu 10 mínúturnar og uppskáru gríðarlega langþráðan og góðan sigur. Lokatölur 21-20. Fyrsti sigur UMFA í langan tíma og þær lyftu sér upp úr botnsætinu.
Hjá UMFA var Katrín Helga Davíðsdóttir markahæst með 12 mörk. Ingibjörg Gróa varði 11 skot.
Hjá Víking var Valgerður Elín Snorradóttir markahæst með 9 mörk. Klaudia varði 7 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.