
Rea Barnabás (Sævar Jónasson)
Ungverski leikmaðurinn, Rea Barnabás sem lék með Stjörnunni fyrri hluta tímabils í Olís-deild karla hefur fundið sér nýtt lið en samningi hans við Stjörnuna var rift eftir lokaleik Stjörnunnar fyrir áramót. Rea Barnabás hefur samið við franska B-deildarliðið Cherbourg sem er um miðja deild í frönsku b-deildinni. Rea var á láni hjá Stjörnunni frá ungverska félaginu Pick Szeged en hann lék 12 leiki með Stjörnunni í Olís-deildinni fyrir áramót og skoraði í þeim leikjum 14 mörk. Stjarnan er í 8.sæti Olís-deildarinnar með 10 stig, jafn mörg stig og HK sem situr í 9.sæti deildarinnar. Fyrsti leikur Stjörnunnar eftir áramót verður gegn nýliðum Þórs en Olís-deild karla fer af stað á nýjan leik um leið og Evrópumótinu lýkur.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.