
Dagur Sigurðsson (Anne-Christine POUJOULAT / AFP)
Sex leikir fóru fram á EM í dag. A riðill var galopinn þegar lokaumferðinn fór fram, fyrri viðureignin var milli Austurríki og Serbíu. Bæði lið áttu möguleika á að komast í milliriðil fyrir leik. Leiknum lauk með eins markar sigri Austurríki, lokatölur 26-25. Austurríki hefði þurft að vinna með að minnsta kosti þremur mörkum til þess að eiga möguleika á að komast áfram og duttu því úr mótinu með úrslitum leiksins. Serbar áttu enn möguleika á að komast áfram en þurftu að treysta á sigur Spánverja gegn Þjóðverjum síðar um kvöldið til þess að komast áfram. Það féll ekki fyrir Serbíu þar sem Alfreð Gíslason leiddi Þýska landsliðið í milliriðil með tveggja marka sigri á spánverjum og taka í þokkabót tvö stig með sér í milliriðil, lokatölur 34-32. Í C riðli fór lokaumferðin einnig fram, fyrst mættust Tékkland og Úkraína en bæði liðin voru dottinn úr keppni fyrir leik. Tékkland vann níu marka sigur, lokatölur 38-29. Með þessu tapi endar Úkraína með -46 í markatölu. Augu beindust að seinni leik dagsins í þeim riðli en þar mættust Frakkland og Noregur, bæði lið voru komin áfram og ljóst að liðin myndu taka stigin úr þeim leik með sér í milliriðil, í raun var um fyrsta leik milliriðilsins að ræða. Frakkland vann fjögurra marka sigur á Noregi, lokatölur 38-34. Í E riðli átti önnur umferð sér stað. Fyrst tefldu Dagur Sigurðsson og Staffan Olson er Króatía og Holland mættust. Króatía bar sigur úr bítum með sex marka sigri, lokatölur 29-35. Í síðari leik riðilsins mættust Georgía og Svíþjóð, Svíar áttu ekki í vandræðum með Georgíu og unnu níu marka sigur, lokatölur 29-38. Með úrslitum dagsins hafa Holland og Georgía tapað báðum leikjum sínum í forriðlinum og eru dottnir úr keppni. Króatía og Svíþjóð etja kappi næstkomandi miðvikudag í lokaumferð E riðils og óbeint í fyrsta leik milliriðilsins þar sem bæði lið eru komin áfram og taka með sér úrslit leiksins með í milliriðil.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.