Bjarki Már Elísson (Johan Nilsson/TT / TT NEWS AGENCY / AFP)
Bjarki Már Elísson ræddi við Handkastið eftir æfingu liðsins í gær en framund er gríðarlega mikilvægur leikur en Ísland og Ungverjaland mætast á Kristianstad Arena í kvöld klukkan 19:30. ,,Eftir úrslit síðustu ára þá held ég að þeir séu nokkuð brattir en við erum það líka. Þetta verður klárlega erfiðasti leikurinn hingað til og verður þolinmæðisverk en við þurfum að kjálfst við stóra og erfiða stráka, á línunni og fyrir utan. Þeir eru líka með lita snögga menn fyrir utan þannig þeir eru með sambland af öllu." Orkan í liðinu hefur verið rosalega góð og meiri en undanfarin ár og Bjarki Már fékk spurningu um hvort honum finnist eitthvað vera öðruvísi frá síðustu mótum ,,Mér hefur alltaf fundist orka í okkur. Það er eitt að vera með orku á æfingum en svo þarf maður líka að ná því út í leikjum. Það skiptir máli að ná höllinni með okkur og maður fann það bara eins og á sunnudaginn að um leið og höllin kveiknaði þá tókum við yfir leikinn og þeir fóru að gera mistök en það væri rangt að segja það núna því ég hef fundið þetta hvert einasta ár." ,,Þetta lítur vel út en það getur breyst í einum leik þannig við erum bara einbeittir og ætlum að snúa þessu slæma gengi gegn Ungverjalandi við á morgun."

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.