Haukar fóru í Garðabæ og sóttu tvö stig
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sara Katrín Gunnarsdóttir (Sævar Jónasson)

Einn leikur var spilaður í 14.umferð Olís deildar kvenna í kvöld og honum var að ljúka. Stjarnan fékk Hauka í heimsókn í Hekluhöllina. Haukar tóku fljótt yfir og náðu góðu forskoti og staðan í hálfleik var 12-16 fyrir gestinna. Stelpurnar frá Hafnarfirði héldu í þetta forskot út leikinn og unnu að lokum fjögurra marka sigur. Lokatölur 24-28 fyrir Haukum.

Atkvæðamest í liði Stjörnunnar var Eva Björk Davíðsdóttir með sex mörk. Sara Katrín Gunnarsdóttir skoraði fjögur. Hanna Guðrún Haukssóttir, Natasja Hammer og Inga María Roysdottir skoruðu þrjú og aðrar minna.

Atkvæðamest í liði gestanna var Jóhanna Margrét Sigurðardóttir en hún skoraði sjö mörk. Emba Steindórsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir voru allar með fjögur mark og aðrar minna.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top