Birgir Már framlengir veru sína í Krikanum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Birgir Már Birgisson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Hægri hornamaðurinn, Birgir Már Birgisson hefur framlengt samningi sínum við FH og mun leika með liðinu í það minnsta til sumarsins 2028. FH greindi frá þessu á samfélagsmiðli sínum í vikunni.

Hann framlengir samningi sínum til tveggja ára en hann gekk til liðs við FH fyrir tímabilið 2018/2019. Hann er því á sínu áttunda tímabili með Fimleikafélagi Hafnarfjarðar.

,,Biggi hefur verið einn allra besti og traustasti leikmaður liðsins allan sinn tíma hjá félaginu auk þess að vera í miklu uppáhaldi stuðningmanna vegna mikils baráttuanda og fádæma fórnfýsi. Hann hefur spilað 248 leiki fyrir FH (þar af 26 Evrópuleiki) og orðið Íslandsmeistari, bikarmeistari og deildarmeistari tvívegis með félaginu," segir í tilkynningunni frá FH.

FH er í 4.sæti Olís-deildarinnar í EM pásunni sem nú er en fyrsti leikur liðsins verður gegn HK í Kórnum, miðvikudaginn 4. febrúar þegar Olís-deildin fer aftur af stað. Gera má ráð fyrir Birgi Má í eldlínunni í FH-liðinu í þeim leik.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top