Á fimmtugsaldri leggur landsliðskóna á hilluna
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Mihai Popescu (Flaviu Buboi/ AFP)

Rúmenski markvörðurinn, Mihai Popescu hefur leikið sinn síðasta landsleik fyrir Rúmeníu en hann hefur tilkynnt að Evrópumótið var hans síðasta verkefni með rúmenska landsliðinu.

Síðasti leikurinn hans var í gær er Rúmenía lék gegn Norður-Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar. Rúmenar voru úr leik fyrir leikinn og því var vitað fyrir fram að þetta yrði hans síðasti leikur á ferlinum með rúmenska landsliðinu.

Í dag leikur Popescu í heimalandinu með Potissa Turda en hann lék níu tímabil með Saint Raphael í frönsku deildinni.

Hann lék sinn fyrsta landsleik með Rúmeníu árið 2001 og hefur því leikið með rúmenska landsliðinu í 25 ár. Hann er fæddur árið 1985 og er nokkrum vikum eldri en Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top