Þrír Íslendingar teknir í varðhald vegna ölvunar í Kristianstad
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (Johan Nilsson/TT /AFP)

Greint var frá því í íslenskum fjölmiðlum í gær að einn Íslendingur hafi verið handtekinn af sænsku lögreglunni í Kristianstad um helgina. Nú hefur Vísir greint frá því að sænska lögreglan hafi haft afskipti af þremur íslenskum karlmönnum fyrir drykkjulæti í Kristianstad í Svíþjóð á laugardaginn.

Mennirnir voru í haldi lögreglu í nokkrar klukkustundir en voru síðan látnir lausir. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Kristianstad í samtali við Vísi.

Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik í F-riðli í Kristianstad í kvöld klukkan 19:30 á íslenskum tíma en bæði lið eru nú þegar búin að tryggja sér í milliriðil keppninnar. Handkastið er á svæðinu og gerir upp leikinn í hlaðvarpsþætti sínum strax að leik loknum.

Thomas Johansson talsmaður lögreglunnar í Kristianstad sagði í samtali við Vísi að á laugardaginn hafi þrír íslenskir karlmenn verið teknir í varðhald fyrir að vera fullir. Samkvæmt heimildum MBL var meðal annars einn Íslendingur handtekinn fyrir ölvun á sportbarnum, O´Learys.

,,Mennirnir hafi aftur verið frjálsir ferða sinna eftir nokkra klukkutíma í varðhaldi og enginn Íslendingur sé í gæsluvarðhaldi," segir í frétt Vísi um málið en haft er eftir Thomasi að honum sé ekki kunnugt um önnur lögreglumál þar sem Íslendingar hafa komið við sögu í tengslum við EM.

„Eftir því sem ég best veit hefur annars verið frekar rólegt,“ er haft eftir Thomasi.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top