Ísland (Johan Nilsson/TT /AFP)
Greint var frá því í íslenskum fjölmiðlum í gær að einn Íslendingur hafi verið handtekinn af sænsku lögreglunni í Kristianstad um helgina. Nú hefur Vísir greint frá því að sænska lögreglan hafi haft afskipti af þremur íslenskum karlmönnum fyrir drykkjulæti í Kristianstad í Svíþjóð á laugardaginn. Mennirnir voru í haldi lögreglu í nokkrar klukkustundir en voru síðan látnir lausir. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Kristianstad í samtali við Vísi. Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik í F-riðli í Kristianstad í kvöld klukkan 19:30 á íslenskum tíma en bæði lið eru nú þegar búin að tryggja sér í milliriðil keppninnar. Handkastið er á svæðinu og gerir upp leikinn í hlaðvarpsþætti sínum strax að leik loknum. Thomas Johansson talsmaður lögreglunnar í Kristianstad sagði í samtali við Vísi að á laugardaginn hafi þrír íslenskir karlmenn verið teknir í varðhald fyrir að vera fullir. Samkvæmt heimildum MBL var meðal annars einn Íslendingur handtekinn fyrir ölvun á sportbarnum, O´Learys. ,,Mennirnir hafi aftur verið frjálsir ferða sinna eftir nokkra klukkutíma í varðhaldi og enginn Íslendingur sé í gæsluvarðhaldi," segir í frétt Vísi um málið en haft er eftir Thomasi að honum sé ekki kunnugt um önnur lögreglumál þar sem Íslendingar hafa komið við sögu í tengslum við EM. „Eftir því sem ég best veit hefur annars verið frekar rólegt,“ er haft eftir Thomasi.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.