Tölfræðin varnarlega í þessum leik er galin
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ásdís Halla verst Natösju Hammer í vetur. (Sævar Jónasson)

Stórleikur 14.umferðar í Olís-deild kvenna fer fram í Vestmannaeyjum á morgun þegar toppliðin tvö, ÍBV og Valur mætast klukkan 14:00.

Farið var yfir þriggja marka sigur ÍBV gegn ÍR í Skógarselinu í síðustu umferð í síðasta þætti Handboltahallarinnar þar sem athyglin var beind að frammistöðu Ásdísar Höllu Hjarðar línumanns ÍBV.

Þar var farið yfir frammistöðu hennar bæði varnar- og sóknarlega í leiknum og rætt hversu miklum framförum hún hefur tekið með liði ÍBV á tímabilinu.

,,Við töluðum um það í upphafi tímabils að það hafi vantað einhverja leikmenn í ÍBV liðið sem þurftu að taka til sín og gefa frá sér og það hefur Ásdís Halla svo sannarlega gert. Tölfræðin hennar varnarlega í þessum leik er galin,” sagði Einar Ingi Hrafnsson meðal annars um Ásdísi Höllu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top