Viktor Gísli var magnaður í kvöld (Sævar Jónasson)
Ísland vann frábæran og torsóttan sigur þegar liðið lagði Ungverja 24-23. Viktor Gísli Hallgrímsson var magnaður í kvöld og átti nokkrar hreinlega ótrúlegar vörslur og hann var stærsta ástæða þess að liðið vann leikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson dró vagninn sóknarlega og var frábær sérstaklega þegar mest á reyndi undir lok leiksins þegar hann annað hvort skoraði sjálfur eða sótti vítaköst. Ýmir Örn og Elvar Örn áttu flottan leik í vörninni í fyrri hálfleik en Elvar meiddist undir lok fyrri hálfleiks á meðan Ýmir var óheppinn að fá rautt spjald snemma í seinni hálfleik frá misgóðum dómurum leiksins. Einar Þorsteinn Ólafsson leysti Ými af hólmi og var mjög öflugur í vörninni. Einkunnir Íslands má sjá hér: Viktor Gísli - 9 Gísli Þorgeir - 9 Einar Þorsteinn - 8 Elvar - 7 Elliði - 7 Arnar Freyr - 5 Haukur - 6 Óðinn - 8 Ómar Ingi - 6 Janus - 6 Viggó - 7 Orri - 7 Bjarki M - 4 Ýmir - 6

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.