Elvar Örn Jónsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Ísland vann frábæran sigur 24-23 á Ungverjalandi í Kristianstad í kvöld og fara strákarnir okkar inn í milliriðil með tvö stig. Elvar Örn Jónsson fékk högg á hendina undir lok fyrri hálfleiks og var ekki leikfær í síðari hálfleiknum og Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur miklar áhyggjur af stöðu hans. ,,Elvar var ekki leikfær í seinni hálfleik og ég skal bara viðurkenna að ég hef miklar áhyggjur af því, það þarf mikið til að hann fari út. Hann fær högg í hendiina og fer í skoðun væntanlega í kvöld eða snemma í fyrramálið og þá vitum við þetta betur en ég er áhyggjufullur." sagði Snorri Steinn eftir leik við RÚV. Strákarnir okkar fá núna þriggja daga frí og mæta svo aftur til leiks á föstudaginn þegar milliriðill fer af stað en hann verður leikinn í Malmö.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.