Andri og Baldur til Kristianstad
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andri Erlingsson (Sævar Jónasson)

Andri Erlingsson og Baldur Fritz Bjarnason ganga í raðir Kristianstad næsta sumar. Sænska félagið tilkynnir komu þeirra til félagsins á samfélagsmiðlum sínum í morgun.

Baldur Fritz var markakóngur Olís-deildarinnar á síðasta tímabili en hann hefur samið við toppliðið í sænsku úrvalsdeildinni til næstu tveggja ára. Eyjamaðurinn, Andri Erlingsson semur hinsvegar til þriggja ára við Kristianstad.

Baldur er um þessar mundir markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni leikmanni KA með 128 mörk en Andri Erlingsson hefur leikið vel í liði ÍBV og skorað 75 mörk á tímabilinu.

Andri og Baldur munu þar með bætast í hóp nokkra Íslendinga sem hafa leikið með Kristianstad í gegnum tíðina en Einar Bragi Aðalsteinsson er leikmaður liðsins í dag en hann gekk í raðir félagsins frá FH sumarið 2024.

Kristianstad er sem fyrr segir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar en liðið endaði í 2.sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og tapaði óvænt 3-0 í 8-liða úrslitum sænsku úrslitakeppninnar gegn Hammarby í fyrra.

Íslensku landsliðsmennirnir í dag, Teitur Örn Einarsson og Arnar Freyr Arnarsson léku á sínum tíma með Kristianstad auk Ólafs Andrésar Guðmundssonar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top