Líkja Spánverjanum unga við Lamine Yamal
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Marcos Fis (Sina Schuldt / dpa Picture-Alliance via AFP)

Spánska ungstirnið í handbolta, Marcos Fis hefur vakið mikla athygli í liði Spánar á Evrópumótinu hingað til.

Marcos Fis sem er einungis 18 ára gamall hefur skorað átta mörk í fyrstu þremur leikjum sínum á stórmóti. Hann skoraði meðal annars fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar í tapi Spánverja gegn Þjóðverjum í lokaleik riðlakeppninnar.

Erlenda handboltahlaðvarpið (Un)informed Handball hour líkti Marcos Fis við spænsku knattspyrnuleikmannninn, Lamine Yamal en báðir eru þeir fæddir árið 2007. Lamine Yamal hefur skotist upp á stjörnuhimininn með frammistöðu sinni hjá Barcelona og spænska landsliðinu en Marcos Fis leikur með Fraikin BM Granollers á Spáni.

,,Átta mörk í fyrstu þremur leikjum sínum, aðeins 18 ára gamall. Samlíkingarnar við Lamine Yamal eru ómögulegt að horfa framhjá," skrifar Upskill Handball á Facebook-ar síðu sína.

Fis verður í eldlínunni í dag með Spánverjum þegar Spánn mætir Noregi í fyrsta leik milliriðilsins. Bæði lið hefja leik í milliriðlinum án stig en liðin mætast klukkan 17:00 í dag.

Hægt er að sjá mynd af þeim tveimur hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top