Lindakirkja (Lindakirkja)
Gestur í hádegissamveru eldri borgarastarfsins í Lindakirkju á morgun, á fimmtudaginn verður enginn annar en handboltakempan, Logi Geirsson sem er um þessar mundir sérfræðingur hjá RÚV í EM Stofunni. Hefst hádegissamveran klukkan 12:00 en miðaverð á viðburðinn er ekki nema 3.000 kr. Boðið verður uppá kjúklingarétt með sætum kartöflum og fersku salati og ljúffengan eftirrétt. ,,Verið hjartanlega velkomin skráning fer fram í hér," segir í tilkynningu frá Lindakirkju. Það má búast við miklu fjöri, góðum mat og frábærri stemningu á hádegissamveru eldri borgarastarfsins í Lindakirkju á morgun með Loga Geirssyni.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.