Thomas Arnoldsen (HENNING BAGGER / Ritzau Scanpix via AFP)
Thomas Arnoldsen leikmaður Álaborgar gat ekki gefið kost á sér í danska landsliðið fyrir Evrópumótið vegna meiðsla sem hann hlaut í leik með Álaborg í Meistaradeildinni fyrir áramót. Nú eru hinsvegar tveir mánuðir liðnir frá meiðslunum og er gert ráð fyrir að Arnoldsen snúi aftur á völlinn í æfingaleik Álaborgar gegn Vendsyssel á morgun. Samkvæmt Nordjyske er hinn 24 ára gamla vinstri skytta Álaborgar tilbúinn til að snúa aftur á völlinn og fær sennilega einhverjar mínútur á vellinum í æfingarleiknum á morgun. Thomas Arnoldsen sem hafði skorað sex mörk og gefið fimm stoðsendingar meiddist illa á 40. mínútu í leik Álaborgar gegn Kielce í Meistaradeildinni í nóvember. Í fyrstu var talið að Arnoldsen yrði frá keppni í þrjá mánuði en endurhæfingin hefur gengið betur en menn bjuggust við sem eru jákvæðar fréttir fyrir danska meistaraliðið.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.