Elvar Ásgeirsson (Attila KISBENEDEK / AFP)
Elvar Ásgeirsson, leikmaður Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni hefur verið kallaður inn í íslenska landliðshópinn. HSÍ tilkynnti þetta nú rétt í þessu. Þar segir að Elvar Ásgeirsson komi til móts við liðið strax í kvöld en íslenska liðið er mætt til Malmö þar sem liðið spilar fjóra leiki í milliriðli. Þann fyrsta á föstudagskvöld. Er Elvari ætlað að fylla það skarð sem liðið varð fyrir í gærkvöldi er Elvar Örn Jónsson handarbrotnaði í sigri Íslands gegn Ungverjum í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins. Elvar sem er uppalinn í Aftureldingu er fæddur árið 1994 en hann gekk í raðir Ribe-Esbjerg sumarið 2022 eftir veru sína hjá Nancy í Frakklandi. Elvar á að baki 21 landsleik fyrir Ísland og var síðast með gegn Eistlendingum í umspilsleikjum fyrir HM árið 2024. Elvar lék með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Ungverjalandi 2022.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.