AdamIngi (
Adam Ingi Sigurðsson hefur skrifað undir sinn fyrsta leikmannasamning við Aftureldingu. Adam Ingi er efnilegur örfhentur leikmaður sem er fæddur 2009 og spilar sem hægri skytta. Hann kemur upp úr yngri flokka starfi Aftureldingar sem hefur á undanförnum árum skilað þónokkrum leikmönnum upp í meistaraflokk. Adam Ingi hefur verið að bæta sig að undanförnu enda leikmaður sem leggur gríðarlega mikið á sig og er að uppskera eftir því.
Í fyrra var hann í liði Aftureldingar sem varð Íslandsmeistari í 4. flokki og í ár hefur hann bæði spilað með 3. flokki og Hvíta Riddaranum í Grill-deildinni og hefur framganga hans vakið töluverða athygli. Hefur hann skorað 43 mörk í 12 leikjum með Hvíta Riddaranum það sem af er tímabili.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.