Lukas Sandell - Svíþjóð ((JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Einungis E-riðill átti eftir að ljúka forriðlastigi Evrópumeistarmótsins í dag og voru því einungis tveir leikir á dagskrá. Ljóst var að Svíþjóð og Króatía voru komin áfram meðan Holland og Georgía voru dottinn út. Fyrri viðureign dagsins var heiðursleikur milli Hollands og Georgíu, bæði lið höfðu tapað báðum fyrri leikjum sínum í riðlinum. Holland náði þó að krækja sig í sigur á mótinu með fimm marka sigri. Meiri spenna var í síðari viðureign dagsins milli Svíþjóðar og Króatíu þar sem liðin myndu taka stigin úr leiknum með sér í milliriðilinn þar sem þau munu mæta okkur íslendingum. Svíar virtust ekki vera í neinum vandræðum með þennan leik, leiddu allan leikinn og sigldu átta marka heimasigri í Malmö. Úrslit dagsins: Holland-Georgía 31-26 Svíþjóð-Króatía 33-25

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.