Elvar Ásgeirsson (Attila KISBENEDEK / AFP)
Elvar Ásgeirsson, leikmaður Ribe Esbjerg í Danmörku var kallaður inn í Íslenska hópinn í gær eftir að Elvar Örn Jónsson handabrotnaði gegn Ungverjalandi. Elvar Ásgeirsson lék síðast á stórmóti á EM í Ungverjalandi árið 2022. ,,Ég var bara versla í matinn þegar kallið kom, dreif mig bara að því og fór heim að pakka." Elvar Ásgeirsson segist vera búin að vera duglegur að fylgjast með Íslenska landsliðinu áður en kallið kom frá Snorra Steini Guðjónssyni, landsliðsþjálfara Íslands. ,,Ég er búin að sitja fremst á sófanum og öskra á sjónvarpið eins og flestir held ég bara." ,,Ég er búin að vera ánægður með spilamennskuna. Ungverja leikurinn var eins og hann var, pínu skrítinn en fram að því og meðtölum Ungverja leiknum hefur spilamennskan verið mjög góð á löngum köflum." Elvar Ásgeirsson viðurkennir að hann hafi undirbúið sig í kallið eftir að hann sá meiðslin hjá Elvari Erni Jónssyni í leiknum gegn Ungverjalandi. ,,Ég hugsaði alveg út í það að ef hann yrði ekki meira með og ef þeir fá einhvern inn þá mögulega yrði það ég, maður margra hatta oft á tíðum og ég vonandi get fyllt í einhver skörð ef þess þarf." Elvar Ásgeirsson segist koma inn í hópinn í góðu standi en liðið hans í Danmörku hefur verið að æfa vel í þessu fríi ,,Ég er í toppstandi. Við erum að klára janúar undirbúningstímabil í Danmörku og við erum búnir að æfa vel og mikið þannig ég kem frískur inn og ég er klár í hvað sem er, leysa einhverjar varnarstöður eða hvað sem það verður og ég er tilbúin að koma inn og hjálpa." Viðtalið við Elvar Ásgeirsson má sjá í sjónvarpinu hér að neðan en Ísland undirbýr sig nú undir fyrsta leik í milliriðli sem verður gegn Króatíu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.