Gísla Þorgeiri líst vel á leikplanið gegn Króatíu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gísli Þorgeir Kristjánsson (Johan Nilsson / AFP)

Gísli Þorgeir Kristjánsson segist spenntur fyrir komandi verkefni en Króatía bíður strákanna okkar í Malmö á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 14:30.

Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins en Ísland mætir til leiks með tvö stig eftir sigur á Ungverjalandi en Króatía með 0 stig eftir tap gegn Svíþjóð.

,,Ég er spenntur fyrir morgundeginum, þetta verður skemmtilegur leikur. Þeir eru aggressívir og vilja berja á mönnum og hafa áhrif á leikinn þannig. Við þurfum að hafa kaldann haus og fara ekki frá okkar leikplani.”

,,Það var sálfræðilega sterkt fyrir okkur að vinna Ungverja sem hafa reynst okkur erfiðir. Við þurfum að vera fljótir að skipta í fókus því þetta verður helvíti erfiður leikur gegn Króatíu, þeir eru það góðir.”

Ummæli Gísla Þorgeirs eftir tap Íslands gegn Króatíu á heimsmeistaramótinu í fyrra vöktu mikla athygli þar sem hann talaði um að liðið hafi verið “out Coach-að” - Gísli segir ekki spurningu um að liðið sé betur undirbúið fyrir leikinn á morgun.

,,Já 100% - síðan verðum við að sjá hvernig leikurinn þróast og vera fljótir að lesa í þær aðstæður sem koma upp. Við verðum líka að vera með þessa einföldu hluti á hreinu, ekki vera kasta boltanum frá okkur og gefa þeim einföld mörk. Síðan verðum við að hjálpa Viktori Gísla í markinu því það er mjög mikilvægt fyrir okkur.”

,,Ég er mjög sáttur með það hvernig við höfum undirbúið okkur fyrir leikinn og mér líst vel á leikplanið,” sagði Gísli Þorgeir sem var meðal annars spurður að því í viðtalinu hver lykilinn væri á því að hann væri markahæsti leikmaður Íslands eftir riðlakeppnina.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top