Þurfum að gera betur sóknarlega
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn Guðjónsson (INA FASSBENDER / AFP)

Ísland og Króatía mætast í gríðarlega mikilvægum leik á Malmö Arena klukkan 14:30 en um er að ræða fyrsta leik í milliriðli.

,,Okkur dugar ekkert minna heldur en bara toppframmistaða gegn þessu liði, það er fullt sem þarf að fara yfir í leik þeirra og fullt sem þarf að varast." sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands.

Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu var óhress með spilamennsku Króatíu í leiknum gegn Svíþjóð. Króatía vann Ísland á heimsmeistaramótinu í Zagbreb í fyrra. Snorri var spurður hvort hann búist við sama liði eða hvort það væru einhverjar áherslubreytingar í þeirra leik.

,,Ég er að búast við því sama, mér finnst alveg glitta í þetta hjá þeim og mér finnst þeir vera að gera sömu hluti og það hefur eflaust einhver áhrif hvort þú sért að spila á heimavelli eða ekki en þetta er gott lið. Þeir lentu í öðru sæti á HM í fyrra, einhverjar mannabreytingar en þeir eru með frábært lið og ef þeir ná upp sínum leik þá verður þetta bara drullu erfitt."

Eini tapleikurinn á Heimsmeistaramótinu í fyrra kom gegn Króatíu og Snorri Steinn segist ætla nýta þann leik og leikina á þessu móti til að undirbúa strákanna okkar fyrir slaginn í dag.

,,Ég reyni alltaf að kíkja á gamla leiki gegn liðum sem við spilum við. Ég kíkti á tveggja ára gamlan leik gegn Ungverjum, ég veit ekki hvort það hjálpi eða ekki. Þú ert bara alltaf að reyna að finna eitthvað og við erum að reyhna að sjóða saman leikplan úr hlutum sem við viljum gera. Það er margt í leik Króatíu sama og í fyrra en auðvitað tekuru eftir einhverju öðruvísi."

Ísland vann Ungverjaland á þriðjudaginn eftir frábæra frammistöðu. Snorri Steinn segir að liðið þurfi að eiga betri frammistöðu en gegn Ungverjalandi til að fá eitthvað út úr leiknum í dag og þá sérstaklega sóknarlega.

,,Sóknarlega sérstaklega þurfum við betri leik. Við getum ekki leyft okkur þessa töpuðu bolta og við þurfum að nýta færin auðvitað og bara þessi grunnatriði sem við þurfum að skerpa á en svo þurfum við að ná aftur upp þessum varnarleik og fá Viktor í gang og þá held ég að við eigum ágæta möguleika."

Handkastið ræddi nánar við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Íslands í spilaranum hér að neðan en framundan í dag er risa leikur gegn Króatíu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top