Sandra Erlingsdóttir (Eyjólfur Garðarsson)
Stórleikur umferðinnar í Olís deild kvenna fór fram í Vestmannaeyjum í dag þar sem toppliðin, ÍBV og Valur mættust. Liðin voru jöfn af stigum á toppi deildinnar og höfðu fylgst af síðan í nóvember svo mikil spenna var fyrir þessum leik. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en voru Valskonur þó alltaf skrefinu á undan með Hafdísi Renötudóttur í fantaformi í markinu hjá þeim eins og svo oft áður í vetur. Valur leiddi 9-12 þegar flautað var til hálfleiks. Valskonur héldu forskotinu í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan fimm marka sigur 22-27. Lykilmenn Eyjakvenna voru langt frá sínu besta í dag og munaði um minna. Sandra Erlingsdóttir var markahæst í liði ÍBV með 6 mörk og Birna Berg Haraldsdóttir skoraði einungis 4 mörk úr 13 tilraunum. Hjá Val voru Arna Karitas Eiríksdóttir, Elísa Elíasdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir allar markahæstar með 6 mörk. Valur eru því komnar einar á topp deildinnar meðan ÍBV eru tveim stigum á eftir þeim í 2.sæti deildinnar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.