Gætu Danir bætt við sig leynivopni á miðju EM?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Thomas Arnoldsen (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Thomas Arnoldsen leikmaður Álaborgar snéri til baka á handboltavöllinn í vikunni er Álaborg lék æfingaleik gegn danska félaginu, Vendsyssel. Arnoldsen sem meiddist illa á leik Álaborgar og Kielce í Meistaradeild Evrópu í nóvember átti heldur betur frábæra endurkomu og skoraði alls 14 mörk í 31-29 sigri Álaborgar.

Nú velta menn fyrir sér hvort Nikolaj Jacobsen þjálfari danska landsliðsins vilji nýta sér krafta Thomas Arnoldsen það sem eftir er af EM en Arnoldsen var hluti af danska landsliðinu sem vann til gullverðlauna á HM í Króatíu í fyrra og á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024.

,,14 mörk í fyrsta leik sínum aftur er afar vel gert, óháð andstæðingi. Það segir mér að hann er ekki aðeins kominn aftur á völlinn, heldur einnig  tilbúinn til að taka ábyrgð á ný. Hann gæti vel orðið “X-factor í danska hópnum,” sagði danski handboltasérfræðingurinn Lars Rasmussen við HBOLD.dk.

,,Hann getur orðið vopn, jafnvel þótt hann sé enn að jafna sig og koma til baka eftir meiðsli. Það snýst um hvaða möguleikar eru í boði og hvernig meiðslastaðan lítur út á þeim tíma. Ef vandamál koma upp í skyttu stöðunni er það lausn að geta fengið inn leikmann sem þekkir leikkerfið og þekkir hlutverkin sín í liðinu”, sagði Lars Rasmussen en frekar.

Danir unnu lífsnauðsynlegan sigur á Frökkum í gærkvöldi og mæta Spánverjum í öðrum leik sínum í milliriðlunum á morgun.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top