Ísland - Óðinn Þór Ríkharðsson - Viggó Kristjánsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Ísland og Króatía mættust í Malmö í fyrsta leik milliriðils og tapaði Ísland 29-30 og er liðið skyndilega komið með bakið upp við vegg. Ísland leikur næst á sunnudaginn þegar liðið spilar við Svíþjóð. Knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skaut létt á RÚV á X síðu sinni í kringum leik Íslands og Króatíu en hann kallar eftir meiri umfjöllun í kringum leikina og fækka auglýsingum. ,,Hvernig væri að hafa færri auglýsingar og meiri umfjöllun um leikinn? Kosý að vera ríkisfjölmiðill og á auglýsingamarkaði Hvernig væri að hafa færri auglýsingar og meiri umfjöllun um leikinn @ruvithrottir ? Kosý að vera ríkisfjölmiðill og á auglýsingamarkaði 😂

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.