HANDBALL-WORLD-MEN-NOR-POR (Beate Oma Dahle / NTB / AFP)
Það er ekki á hverjum degi sem svilar mætast á stórmóti í handbolta en það mun gerast í dag þegar Þýskaland og Noregur mætast í öðrum leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins, þegar Rune Dahmke og Sander Sagosen mætast. Rune Dahmke er eiginmaður norsku handboltastjörnunnar, Stine Oftedal Dahmke á meðan Sander Sagosen er giftur, yngri systir Stine Oftedal, Hanne Oftedal Sagosen. Stine Oftedal verður sérfræðingur norska sjónvarpsins á leiknum. ,,Ég hef reyndar ekki þorað að spyrja hana með hverjum hún heldur með. Ég er ekki viss um að ég vilji heyra svarið,“ sagði Rune Dahmke við við þýska miðilinn, handball-world.news. Þjóðirnar mætast klukkan 19:30 í kvöld en mikið er undir fyrir bæði lið. Þýskaland er á toppi milliriðilsins með fjögur stig en Norðmenn eru með tvö stig eftir sigur á Spánverjum í síðasta leik. Rune Dahmke og Sander Sagosen eru einnig fyrrum liðsfélagar, en þeir léku þrjú tímabil saman með Kiel á sínum tíma. ,,Hann er frábær gaur, alveg til fyrirmyndar,” sagði Dahmke aðspurður út í Sagosen. Sander Sagosen var spurður út í svila sinn eftir sigur Noregs gegn Spáni á fimmtudagskvöldið. ,,Ég elska að horfa á Rune og spila á móti honum.Hann er eins og bróðir minn fyrir mér,” sagði Sander Sagosen.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.