
Bjarki Már Elísson (Johan Nilsson/TT / TT NEWS AGENCY / AFP)
Það verður nóg um að vera á Arena í dag, heimavelli Handkastsins á meðan EM stendur en á sama tíma og landsleikur Íslands og Svíþjóðar fer fram klukkan 17:00 í dag fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni þegar Arsenal og Manchester United mætast. Það verður því mikið um dýrðir í Arena í dag en leikur Arsenal og Manchester United hefst klukkan 17:30. ,,Við gerum gott úr þessu og munum sýna frá báðum leikjum. Við bjóðum upp á minni rými, meðal lounge rými, VIP herbergi og pílu herbergi þar sem hægt verður að horfa á landsleikinn. Leikur Arsenal og Manchester United verður síðan sýndur á stóra skjánum hjá okkur. Við gerum ráð fyrir mikilli stemningu hjá okkur í dag,” sagði Hannes Ágúst leikjastjóri Arena. Íslenska landsliðið þarf á sigri að halda gegn Svíþjóð í dag eftir tapið gegn Króatíu á föstudagskvöldið en Svíar eru með fullt hús stiga í milliriðlinum eftir sigra gegn Króatíu og Slóveníu. Handkastið gerir upp leik Íslands og Svíþjóðar í hlaðvarpsþætti sínum strax að leik loknum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.