Ísland einungis unnið Króatíu einu sinni á stórmóti
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Filip Glavas (ANDREAS HILLERGREN / TT News Agency via AFP)

Strákarnir okkar töpuðu í gær sínum fyrsta leik á Evrópumótinu er liðið tapaði með einu marki gegn Króatíu 29-30 í fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins. Voru Króatar með bakið upp við vegg fyrir leikinn eftir stórt tap gegn Svíþjóð í lokaleik riðilsins.

Ár er síðan Ísland tapaði með sex mörkum gegn Króatíu á heimsmeistaramótinu í Zagreb í Króatíu, 32-26 en sá leikur fór fram 24. janúar í fyrra. Handkastið gerði upp tap Íslands gegn Króatíu í gær í uppgjörsþætti sínum sem er aðgengilegur í öllum hlaðvarpsveitum.

Þegar rýnt er í söguna mætti segja að Króatía hafi haft ótrúleg tök á íslenska landsliðinu undanfarin 20 ár og gott betur en það.

Fyrsti leikur Íslands og Króatíu var vináttuleikur í Menden í Þýskalandi árið 1992 en Króatar voru þá nýorðin sjálfstæð þjóð að nýju og stóð borgarastríðið í Júgóslavíu enn yfir. Ári síðar mættust liðin í fyrsta sinn í forkeppni stórmóts og var það forkeppni fyrsta Evrópumótsins. Fyrri leikurinn var 20. október 1993 í Kaplakrika og vann Ísland leikinn 24-22. Síðari leikinn vann Króatía hins vegar 26-18 í Zagreb og tryggðu sér þar með sæti á EM á kostnað Íslands.

Ísland vann Króatíu 35-30 á Evrópumótinu í Þýskalandi 2024 í milliriðli keppninnar en Króatar enduðu neðstir í milliriðlinum með þrjú stig. Ísland, Austurríki og Ungverjaland enduðu með fjögur stig en Ungverjar léku um 5.sætið á mótinu vegna betri innbyrðisstöðu þjóðanna. Bjarki Már Elísson fór á kostum í leiknum og skoraði átta mörk. Aron Pálmarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu sex mörk hvor. Um var að ræða fyrsta stórmót Snorra Steins Guðjónssonar sem þjálfara Íslands. Um var að ræða fyrsta sigur Íslands á Króatíu á stórmóti.

Þetta var fyrsti sigur Íslands á Króatíu í stórmóti en síðasti sigur Íslands gegn Króatíu fyrir leikinn árið 2024 kom árið 2004 þegar liðin mættust á svokölluðu Heimsbikarmóti í Svíþjóð í nóvember það ár.

Ísland og Króatía mættust á Heimsbikarmótinu í Svíþjóð í nóvember 2004 og vann Ísland með 31 marki gegn 30. Þessi sigur var sá síðasti gegn Króatíu.

1993: Ísland - Króatía 24-22 (Leikið í Kaplakrika)
1993: Ísland - Króatía 18-26 (Leikið í Zagreb)
2004: Ísland - Króatía 30-34
2004: Ísland - Króatía 31-20 (Heimsbikarmótið í Svíþjóð)
2006: Ísland - Króatía 28-29
2010: Ísland - Króatía 26-26
2011: Ísland - Króatía 33-34
2012: Ísland - Króatía 29-31
2012: Ísland - Króatía 28-31
2016: Ísland - Króatía 28-37
2018: Ísland - Króatía 22-29
2019: Ísland - Króatía 27-31
2022: Ísland - Króatía 22-23
2024: Ísland - Króatía 35-30 - Fyrsti sigur Íslands á Króatíu á stórmóti
2025: Ísland - Króatía 26-32
2026: Ísland - Króatía 29-30

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top