Einn leikmaður íslenska landsliðsins einhleypur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (Johan Nilsson/TT /AFP)

Strákarnir okkar eru í eldlínunni um þessar mundir á Evrópumótinu. Handboltalandslið Íslands í karlaflokki er vinsælasta íþróttalið Íslands á hverju ári og er lítið rætt um annað á kaffistofum á Íslandi en íslenska landsliðið í janúar.

Handkastið tók eftir því að Smartland á MBL gerði frétt um helgina um að allir leikmenn íslenska landsliðsins væru fráteknir, það er að segja að allir leikmennirnir ættu kærustu eða jafnvel eiginkonu. Handkastið veit þó betur og fannst mikilvægt að leiðrétta þann misskilning.

,,Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu hafa slegið í gegn á EM í handbolta í ár. Það eru fáir menn jafn eftirsóttir um þessar mundir en því miður fyrir fólk sem er að leita sér að lífsförunaut eru þeir allir fráteknir.  Smartland forvitnaðist um sambandsstöðu landsliðsmannanna. Það stóð ekki á svörum hjá þeim sem þekkja vel til þeirra. Þeir eru allir miklir fjölskyldumenn og á föstu,” segir í frétt Smartland á MBL. Smartland hafði þó ekki vit á því að heyra í Handkastinu því enginn er tengdari Þjóðaríþróttinni en við í Handkastinu.

Andri Már Rúnarsson, leikmaður Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni er eini leikmaður íslenska landsliðsins sem er einhleypur af þeim nítján leikmönnum íslenska landsliðsins á EM. Andri Már sem er fæddur árið 2002 hefur leikið í þýsku úrvalsdeildinni síðustu tímabil, fyrst með Leipzig en hann gekk í raðir Erlangen í sumar og leikur þar með Viggó Kristjánssyni.

Á Íslandi lék Andri Már með Stjörnunni, Fram og Haukum áður en hann fór til Þýskalands. Andri Már er alinn upp bæði á Akureyri og í Þýskalandi en faðir hans, Rúnar Sigtryggsson lék lengi í atvinnumennsku erlendis og með íslenska landsliðinu en Rúnar þjálfar í dag Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni. 

Andri Már var í leikmannahópi íslenska landsliðsins í fyrstu tveimur leikjum mótsins og kom við sögu í þeim báðum. Hann skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti í sigrinum gegn Ítalíu í fyrsta leik Íslands á mótinu. Hann hefur hinsvegar verið utan hóps í síðustu tveimur leikjum Íslands á mótinu.

Kristinn Steinn Traustason)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top