Andleysi í upphafi leiks og við náum aldrei að svara
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Viktor Gísli einbeittur (Sævar Jónasson)

Ísland tapaði gegn Króatíu í gær 29-30 og fannst Viktori Gísla hafa vantað aðeins upp á kraftinn hjá liðinu í upphafi leiks þegar hann hitti Handkastið í Malmö í dag.

,,Eftir að hafa horft á leikinn aftur fannst mér við hafa tapað leiknum á andleysi, þetta var kannski svolítið svipað og fyrir ári síðan þar sem þeir bomba Ómar niður í fyrstu sókninni okkar og við náum aldrei að svara í sömu mynt."

Viktor Gísli var einnig á því að hann hafði mátt taka 2-3 fleiri bolta, sérstaklega í fyrri hálfleik og segir það stinga að hafa ekki náð betri leik í markinu þar sem uppleggið fyrir leik hafi verið að gefa Króötum þessi skot fyrir utan og vill ekki meina að gameplanið hafi verið vandamál heldur hafi vantað aðeins upp á ákveðina í íslenska liðinu varnarlega.

Mateo Maras var markahæstur Króata í gær með sjö mörk eftir að hafa skotið einungis einu sinni á markinu allt mótið en segir Viktor Gísli að það hafi ekki komið sér eitt í opna skjöldu. ,,Hann er búinn að eiga tvo geggjaða leiki á einu ári, báða gegn okkur, sem er helvítið vont. Í fyrra var hann að skjóta meira í nær en í gær var hann meira í fjær en hann má alveg skora svona mörg mörk ef við verum að taka allt hitt í burtu."

Ísland mætir Svíþjóð á morgun klukkan 17:00 og segir Viktor Gísli að allir leikir Íslands sem eftir eru í mótinu vera úrslitaleika. ,,Við þurfum að spila vel, þeir eru á heimavelli og við verðum að ná upp þessari geðveiki í vörninni og fá stemmninguna um leið en ekki í seinni hálfleik og þá eigum við séns."

Svíarnir eru frábrugðnir Króötum og eru minna í langskotum en Króatar þannig Viktor segir að íslenska vörnin verði að vera tilbúin í fleiri skot í kontakt. ,,Svíar eru meira að keyra upp hraðann en Króatar og spila nútímalegri handbolta svo ég bíst við hörkuleik."

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top