EM í dag – Ótrúleg frammistaða Frakklands
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Francisco Costa (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Einum leik var að ljúka í milliriðli 1 á Evrópumótinu en sá riðill er leikinn í Herning í Danmörku þegar Frakkland og Portúgal mættust í leik sem endaði 46-38 en Frakkland kláraði leikinn í fyrri hálfleik með ótrúlegri frammistöðu.

Frakkland skoraði 28. mörk í fyrri hálfleik í 32 skotum sem er hreint út sagt fáránlegt en liðið var með rúmlega 88% skotnýtingu en staðan í hálfleik var 28-15. Portúgal gafst þó ekki upp og unnu síðari hálfleikinn 23-18.

Frakkarnir voru ekki bara að vinna Portúgal heldur einnig að slá þrjú met í sögu Evrópumótsins í leiknum í dag yfir flest mörk skoruð í fyrri hálfleik, flest mörk skoruð í heilum leik og svo heildar mörk í einum stökum leik. Frakkland til alls líklegir að vinna mótið í ár.

Tveir leikir eru eftir í dag en núna klukkan 17:00 hefst leikur Spánar og Danmerkur og svo í kvöld mætast Þýskaland og Noregur en sá leikur hefst 19:30.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top